Ármann Jakobsson prófessor: Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hafnaði tillögum nafnanefndar um ný götuheiti á lóð Landspítala við Hringbraut. Af vþí tilefni er rætt við Ármann sem situr í nafnanefnd um nafngiftir nýrra gatna í Reykjavík. Heiða Björg Pálmadóttir settur forstjóri Barnaverndarstofu og Páll Ólafsson sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu: Rætt um málefni barna en næstu daga er haldin í Reykjavík norræn ráðstefna um velferð barna með þátttöku fjölda sérfræðinga frá ýmsum löndum. Um leið er fagnað 20 ára afmæli Barnahúss í Reykjavík sem hefur verið fyrirmynd viðlíka húsa í mörgum löndum. Friðrik Páll: Emmanuel Macron, forseti Frakklands, stendur í ströngu um þessar mundir. Fylgi hefur minnkað og nú hefur Nicolas Hulot, vinsælasti ráðherra stjórnarinnar, sagt af sér, kveðst ekki geta lengur logið að sjálfum sér.
↧