Gylfi Hammer Gylfason formaður kennslanefndar Ríkislögreglustjóra: Kennslanefnd hefur það hlutverk að bera kennsl á fólk sem hefur farist af slysförum eða hefur týnst og fundist látið. Gylfi segir frá starfsemi nefndarinnar og þeirri ábyrgð sem fylgir störfum hennar. Unnur B Karlsdóttir Stofnun rannsóknarsetra HÍ á Austurlandi: Með öræfin í bakgarðinum er yfirskrift ráðstefnu sem Unnur heldur utan um og snýst um tengsl hálendis og samfélags á Austurlandi. Stefán Gíslason: Í Umhverfisspjalli dagsins er rætt um nýja rannsókn á kolefnisspori ferðaþjónustunnar en samkvæmt henni er það fjórum sinnum stærra en áður var talið eða um 8% af losun koldíoxíðs á heimsvísu.
↧