Erna Magnúsdóttir formaður Vísindafélags Íslendinga og Valgerður Andrésdóttir sameindallíffræðingur: Vísindafélag Íslendinga er 100 ára á þessu ári og fagnar því með röð málþinga um vísindin og samfélagslegar áskoranir. Valgerður segir frá íslenskum rannsóknuim á mæðu- og visnuveirum og hvernig þær tengjast rannsóknum á HIV veirunni. Janus Guðlaugsson íþrótta og heilsufræðingur,Tómas Hansson 77 ára og Svavar Tjörvason 75 ára: Þeir ræða um heilsueflingu eldri borgara. Janus hefur rekið verkefni innan nokkurra sveitarfélaga sem stuðlar að bættri heilsu eldra fólks. Tómas og Svavar hafa verið með í verkefninu, annar þeirra lagði göngugrindinni sinni eftir nokkurra vikna þjálfun.
↧