Ester Ingvarsdóttir sálfræðingur Foreldrahúsi: Um uppeldi unglinga og leiðir sem foreldrar geta nýtt sér til að styðja við þroska þeirra og bæta samskipti. Ingibjörg Hinriksdóttir yfirlæknir Heyrnar- og talmeinaastöðinni: Því er spáð að fólki með heyrnarvandamál í heiminum muni fjölga ört á komandi árum. Talið er að á Íslandi séu um 20 þúsund manns heyrnarskertir en þeir sem leita sér aðstoðar eru miklu færri. Fyrir nokkrum árum var ákveðið af landlæknisembætti að hætta að heyrnarmæla börn í skólum sem tíðkast víðast annarsstaðar. Ingibjörg segir að þetta hafi verið stórt skref afturábak. Friðrik Páll: Það er engin óvissa um úrslit forsetakosninganna í Rússlandi eftir tæplega hálfan mánuð. Skoðanakannanir sýna að Vladímír Pútín forseti er með 70 prósenta fylgi. Kjörtímabilið er sex ár og Pútín verður því leiðtogi Rússlands fram til ársins 2024
↧