Hrefna Friðriksdóttir prófessor HÍ: Segir frá drögum að breytingum á barnalögum er snúa að skiptri búsetu barna og eins viðamiklum breytingum á fyrirkomulagi meðlagsgreiðslna. Hákon Ásgeirson Umhverfisstofnun og Anna Sigríður Valdimarsdóttir Landgræðslunni: Akstur á hálendi Íslands og áhrif utanvegaaksturs á gróður og jarðveg. Friðrik Páll: Horfur í olíu- og gasframleiðslu heimsins. Framleiðslan er enn mikil og vaxandi, þótt vitað sé að skipta verði út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnislausa orkugjafa.
↧