Jónas Guðmundsson Landsbjörg: Jónas segir frá björgunaraðgerð í Kirkjufelli í gærkvöldi en það er þriðja slysið þar á þessu ári. Rætt um Hálendisvakt Landsbjargar sl. sumar sem virðist hafa verið aðeins rólegri en áður m.a. vegna þess hve seint leiðir opnuðust.
Einar Magnússon lyfjamálastjóri Velferðarráðuneyti: Allt stefni í að gerð verði tilraun með að lyfjaupplýsingar verði ekki eingöngu á pappir heldur á rafrænu formi. Breytir miklu fyrir þá sem ekki skilja viðkomandi tungumál og gefur betri möguleika á sameiginlegum innkaupum ríkja á lyfjum.
Stefán Gíslason: Í umhverfisspjalli er rætt um sænska rannsókn þar sem mannárin sem nagladekk bjarga eru vegin móti þeim mannárum sem það kostar að framleiða og nota nagladekk .
↧