Fjallað var um hljóðmyndir, hvernig umhverfishljóð eru nýtt í framleiðslu á efni, hvort sem er í sjónvarpi eða útvarpi. Rýnt í nýja kók auglýsingu í tilefni HM þar sem leiðarstefið er hljóðin sem mynda "klapp klapp húh". Rætt er við Einar Sigurðsson hljóðmann á RÚV sem hefur meðal annars unnið með útvarpsleikhúsinu í að skapa umhverfi í kring um texta.
Endurflutt efni frá 11.09.2017: Rapp og íslenska, viðmælendur: Íris Edda Nowenstein og Anna Sigríður Þráinsdóttir. Efnið er endurflutt í tilefni rapphátíðar í Veröld - húsi Vigdísar þar sem samspil rapps og tungumáls er sérstaklega skoðað.
Málfarsmínúta
Vera Illugadóttir: Spádómsdýr HM.
↧