Kristján Vigfússon aðjúnkt í viðskiptafræði HR: Samningatækni. Krisján ræðir hvað einkenni góða og árangursríka samningatækni og hvernig hún geti komið að gagni fyrir hópa og einstaklinga í stjórnmálum, viðskiptum, á vinnumarkaði og í launaviðtölum.
Steinþór Steingrímsson, verkefnastjóri í máltækni, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Steinþór segir frá verkefninu og vefsíðunni Risamálheild fyrir íslenskt ritmál sem geymir um 1.300 milljón orð.
Stefán Gíslason: Í umhverfispistli dagsins fjallar Stefán um um fataframleiðslu en í dag eru 5 ár liðin frá Rana Plaza slysinu í Bangladesh og þess vegna er þessi vika alþjóðleg Tískubyltingarvika.
↧