Anna Rós Ívarsdóttir mannauðsstjóri VÍS: Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi um sl. áramót og vakti athygli víða um heim. VÍS er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt jafnlaunastaðalinn og Anna Rós segior frá reynslu þeirra.
Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur: Í mars var kynnt úttekt EuroRap á öryggismati íslenska vegakerfisins. Vegakerfi okkar kom illa út úr því og meðan dregur úr alverlegum umferðarslysum hjá öðrum Evrópuþjóðum þá fjölgar þeim hér. Ólafur fer yfir það sem lesa má úr öryggismatinu og hvaða úrbætur ætti helst að ráðast í.
Friðrik Páll: Þingkosningar verða í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur, og útlit er fyrir að Viktor Orban verði áfram forsætisráðherra, þriðja kjörtímabilið í röð. Orban telur hættu stafa af innflytjendum og flóttamönnum, einkum múslimum, og það hefur verið leiðarstef í kosningabaráttu stjórnarflokksins Fidesz.
↧