Dögg Pálsdóttir lögfræðingur: Rætt við hana um stöðu rangfeðraðs fólks hér á landi og bága réttarstöðu feðra til að höfða faðernismál undir vissum kringumstæðum.
Hrund Ólöf Andradóttir prófessor HÍ: Um 80% af því svifryki sem liggur yfir höfuðborginni við ákveðnar aðstæður ákemur frá bílaumferð. En fíngerði hluti útblástursins er sá varhugaverðasti og það eru ekki síst stórir flutningabílar eða gamlir díselbílar sem eiga sök á honum.
Friðrik Páll: Popúlistar sækja fram í Evrópu, þeir sem eru andvígir innflytjendum og Evrópusambandinu. Í kosningum á Ítalíu fyrir skömmu fengu popúlistaflokkar fleiri atkvæði en hefðbundnir flokkar.
↧