Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunnar: Erlendur starfskraftur er nauðsynlegur fyrir íslenskt samfélag og hér eru stærstu mannvirkjaframkvæmdirnar algjörlega háðar erlendu vinnnuafli. Stærsti hluti þess fólks er ráðið með beinum samningum, ákveðinn hluti í gegnum starfsleigur. Og hjá hluta þeirra er farið á svig við lög og reglur. Þessu þarf að breyta m.a. með breyttum reglum.
Guðmundur Valgeir Magnússon formaður Skíðafélags Vestfjarða: Hann segir frá tækifærum í gönguskíðamennsku á suðurfjörðum Vestfjarða.
Edda Olgudóttir: Í vísindaspjalli dagsins er fjallað um rannsóknir á því hvað gerist í líkama fólks við reglulega hreyfingu og sjónum beint að eldra fólki.
↧