Benedikt Guðmundsson verkefnisstjóri Orkustofnun: Orkukostnaður heimila landsins er ákaflega mismunandi eftir því hvar þau eru og mestur milli dreifbýlis og þéttbýlis. Munurinn getur verið allt að 130% milli hæsta og lægsta verðs. Benedikt útskýrir hvernig raforkukerfið skiptist í dreifingaraðila og orkusala og hversu óþarflega flókið kerfið er.
Elísabet Sigfúsdóttir Sigfúsdóttir félagsráðgjafi geðsviði Landsspítala: Elísabet stýrir teyminu"foreldraar,meðganga og barn" og aðstoðar verðandi eða nýbakaða foreldra sem hafa sögu um geðranan vanda eða fíknivanda.
Friðrik Páll: Þjóðernissinnuð hægri stjórn Póllands hefur sett lög sem gera það refsivert að halda því fram að Pólverjar hafi átt þátt í útrýmingu gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni. Lagasetningunni hefur verið mótmælt víða um heim. Pólverjar eru sakaðir um að vilja endurrita söguna, og samskipti pólsku stjórnarinnar og Ísraels hafa kólnað verulega....
↧