Sigurður A. Þorvarðarson, umferðar- og skipulagsverkfræðingur: Sem hugmynd í byggðarþróun teljast úthverfi enn vera tilraun, og hingað til sem tiltölulega misheppnuð tilraun á ýmsa vegu segir Sigurður. Hagnaður sveitarfélaga af byggingu úthverfa nægir ekki til að standa undir viðhaldi og endurnýjun eldri innviða.
Jón Hilmar Jónsson orðabókaritstjóri: Jón stendur að baki fjölda rita og orðabóka eins og Orðastaður, Orðaheimur og Stóra orðabókin um íslenska málnotkun. Nýjast á þeim vettvangi er Íslenskt orðanet, stafræn orðabók á slóðinni ordanet.is.
Friðrik Páll: Einkafyrirtæki bíða nú leyfis til þess að mega rannsaka og nýta auðlindir á tunglinu, og vinna dýrmæt jarðefni úr smástirnum í hagnaðarskyni. Þetta er nú talinn raunhæfur möguleiki, þótt námavinnsla hefjist að líkindum ekki fyrr en eftir 15 til 25 ár. Skýrar reglur eru ekki til um vinnslu af þessu tagi.
↧