Kristjana Stella Blöndal dósent HÍ: Um rannsóknir á ástæðum brottfalls í framhaldsskólum og hvernig hægt er að stemma stigu við því. Stella segir líka frá stórri alþjóðlegri rannsókn sem hún tekur þátt í um menntun til jafnaðar.
Auður Lilja Davíðsdóttir Öryggismiðstöðinni: Rætt um innbrotahrinuna sem gengið hefur yfir á höfuðborgarsvæðinu.
Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum: 23 flóttamenn frá Sýrlandi og Írak eru væntanlegir til Vestfjarða síðar í mánuðinum. Bryndís segir frá undirbúningi vestra og þeirri reynslu sem er til staðar eftir mótttöku flóttamanna þar áður.
↧