Jón Eggert Víðisson: Jón er nýkomin heim til Íslands eftir að hafa starfað fyrir lækna án landamæri í Miðafríkulýðveldinu. Hann segir frá reynslunni af því að vinna í þessu landi sem er eitt þeirra fátækustu í heimi.
Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands: FÍ fagnar 90 ára afmæli á árinu og Ólafur fer yfir söguna og þær breytingar sem orðið hafa á starfinu og ferðavenjum fólks.
Friðrik Páll Jónsson: Við stefnum í nýja byltingu í hinum stafræna heimi, þar sem á boðstólum verða tæki með gervigreind, og nýja tengingu milli notanda og tölvutækja. Nýja viðmótið er raddstýring, og hún einfaldar margt.
↧