Hrönn Egilsdóttir líffræðingur: Doktorsrannsókn á áhrifum umhverfis á kalkmyndandi lífverur. Kalkmyndandi lífverum stafar ógn af þeim umhverfisbreytingum sem eru að verða í hafinu vegna stórtækrar losunar mannkyns á koldíoxíði sem leiðir síðan til súrnunar sjávarins og lækkunar á kalkmettun í sjó. Hrönn segir frá verkefni sínu en í því rannsakar hún afleiðingar súrnunar sjávar fyrir kalkmyndandi lífríki innan þriggja ólíkra búsvæða í og við sjó, þ.e. fjöru, grunnsævi og djúpsjávar.
Runólfur Pálsson læknir: Liffæragjafir og líffæraígræðslur. Það eru mörg álitamál sem tengjast þessu efni og lagaumhverfið í þeim efnum gæti breyst á næstunni. Runólfur Pálsson er umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landsspítalans. Hann ræðir um þróunina í þeim málum og vaxandi eftirspurn eftir líffærum í heiminum.
Örlítið um níræðan lungnafisk sem kvaddi heiminn.
↧