Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga: Félagið hjúkrunarfræðinga er 100 ára í ár. Rætt var við Guðbjörgu um nýja úttekt á bráðamóttöku Landspítalans, sögu félagssins og kjaraviðræður. Birkir Bárðarson fiskifræðingur og leiðangursstjóri: Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er við loðnuleit á miðunum. Tvö uppsjávarskip eru líka við leit, og fundu loðnu í nótt. Rætt var við Birki um leitina, en rannsóknarskipið þurfti að leita vars í dag vegna vonskuveðurs úti fyrir Vestfjörðum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna: Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna reikninga frá fjarskiptafyrirtækjum. Breka ræddi stöðu neytenda í samskiptum við fjarskiptafyrirtækin.
↧